Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. mars 2021

Árshátíð G.Þ. 2021

Fjögur atriði á fyrri sýningu, þrjú atriði á seinni sýningu. Sýning tekur rúmlega 1,5-2 klst.
Fjögur atriði á fyrri sýningu, þrjú atriði á seinni sýningu. Sýning tekur rúmlega 1,5-2 klst.
Þá er komið að því, og við erum afar glöð á þessum tímum að segja ykkur að Árshátíð G.Þ. verður haldin samkv. skóladagatali 18. mars nk. Við verðum að fara eftir ákv. reglum til að geta haldið viðburðinn og verðum við því að biðja foreldra og forráðamenn um að skrá skig á fyrri sýningu sem er kl. 10 eða seinni sýningu sem er kl. 19:30. 
 
Árshátíðin er haldin í Félagsheimilinu og um 50 manns komast þar fyrir með nándartakmörkunum. Sæti verða númeruð og árshátíðargestir þurfa að sitja í þeim sætum sem þeim er úthlutað. Engin sjoppa verður á sýningum til að forðast hópamyndanir. Boðið verður upp á banana á fyrri sýningu og á seinni sýninguna má hafa með sér drykk og gotterí. Aðgangseyri er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri, allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.
 
Til að panta sendið þið tölvupóst á ernaho@isafjordur.is
Athugið að ef þið eigið börn í leikskólanum (fædd 2017-2015) þá taka þau þátt í fyrri sýningu og mælum við með því að þið veljið þá fyrri sýninguna (alla vega annað foreldrið).
 
Allir gestir þurfa að nota andlitsgrímur.
Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 4. mars 2021

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Þátttakendur og áhorfendur
Þátttakendur og áhorfendur
1 af 7

Í dag, fimmtudaginn 4. mars, fór undakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í Grunnskólanum á Þingeyri.

Undanfarin ár hafa "litlu skólarnir" sameinast í undankeppninni og skipst á að halda hana í sínum skóla.

Í ár var komið að okkur að halda keppnina og komu 5 nemendur frá Suðureyri til okkar ásamt Eddu Björk (okkar) kennaranum þeirra. Það voru því 9 nemendur 7. bekkjar sem lásu upp brot úr sögunni Undraflugvélin eftir Ármann Kr. Einarsson, ljóð eftir Þorstein frá Hamri og ljóð að eigin vali. Dómararnir þrír, þau Hildur Inga Rúnarsdóttir, Elfar Logi Hannesson og Óttar Freyr Gíslason, þurftu að takast á við það vandasama verk að velja þrjá lesara og einn varamann til að lesa á lokakvöldi Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Hömrum miðvikudaginn 10. mars kl. 17.00 

Það endaði þannig að Adam Smári Unnsteinsson og Marcin Anikiej frá Grunnskólanum á Suðureyri og Una Proppé Hjaltadóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri verða fulltrúar "litlu skólanna" á lokakeppninni. Margrét Embla Viktorsdóttir frá G.Þ. er varamaður - ef einhver þremenninganna forfallast.

Stóra upplestrarkeppnin er fastur liður í 7. bekk og það er alltaf pínu stressvaldur, en þessir flottu krakkar eru alltaf mjög duglegir að æfa sig, taka vel tilsögn og standa sig með prýði. Hópurinn í ár var engin undantekning þar á og það var mjög stoltur íslenskukennari sem sagði að í sínum huga væru þau öll sigurvegarar :-)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 26. febrúar 2021

Öskudagur og árshátiðar undirbúningur

Kötturinn sleginn úr tunninni
Kötturinn sleginn úr tunninni
1 af 2

Undan farnar vikur litast af fjölbreytni og gleði, bolludagur, sprengidagur og öskudagur lita skólastarfið. Nemendaráðið hélt skemmtilegan leik á sal þar sem "kötturinn" var sleginn úr tunnunni á öskudaginn of hvatti nemendur og starfsfólk til að mæta í náttfötum, boðið var upp á salt kjöt og baunir að íslenskum sið á sprengidaginn (það sprakk samt enginn) og á bolludaginn var boðið upp á kjötbollur í hádeginu og bollur með tilheyrandi gúmmelaði.

 

Annars eru helstu fréttinrar af skólastarfinu þær að stefnt er á árshátíð 18. mars. Allir námshópar eru farnir að huga að leikverki og næstu vikur litast að undirbúningi hvort sem það eru leikæfingar, leikmyndagerð og fl.

Stefnt er á að halda sýningu í félagsheimilinu og krossum við puttta um að takmarkanir sem eru í dag haldist. Ef upp koma vandamál þá leysum við þau í takt við reglur sem eru í gildi á þeim tíma.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 5. febrúar 2021

Dagur stærðfræðinnar 2021

Stærðfræði ratleikur á eldra miðstigi
Stærðfræði ratleikur á eldra miðstigi
1 af 20

Föstudaginn 5.febrúar héldum við upp á dag stærðfræðinnar. Nemendur á yngsta stig fengu ósk sína uppfyllta að lesa með vasaljós í yndislestri sem allir tóku þátt í (enda plús og mínus merki á batteríunum í vasaljósunum).

Allir námshóparnir 4 fóru í leiki og eða þrautir sem tengjast stærðfræði. Stærðfræði þjálfar heilan og nauðsynlegt að læra grunn hennar vel og tengja daglegu lífi. 


 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 1. febrúar 2021

Mikil stemning á Þorrablóti G.Þ.

Borðhald á þorrablóti 2021 miðstig
Borðhald á þorrablóti 2021 miðstig
1 af 8

Við í skólanum erum þakklát fyrir það að hafa geta haldið upp á þorrablót með hefðbundnum hætti. Nemendaráðið á hrós skilið fyrir skipulag og skemmtiatriði. Halur og snót voru þau Aníta Teresa Snorradóttir og Jóhann Friðrik Kristjánsson en titilinn hljóta stúlka og drengur með flesta tegundir af þorramat og borða hann að sjálfsögðu líka. Stemningin á blótinu var mjög góð og allir skemmtu sér konunglega, það voru svo mörg atriði að ekki gafst tími til að dansa sem var í góðu lagi. Á meðfylgjandi myndum má sjá stemmninguna.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Þorrablót G.Þ.

Þorrablót G.Þ. verður föstudaginn 22. janúar milli kl. 18-20. Nemendaráð og kennarar skemmta agnarögn og krakkar mæta með eigin þorrama allavega 2 tegundir. Halur og snót verða valin en það eru drengur og stúlka með flestar tegundir af þorramat og borða hann😉
Það má koma með gotterí og gos. 
Hvetjum alla til að mæta. Aðgangseyri er 250 kr. sem rennur til nemendaráðs skólans. 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 4. janúar 2021

Skólabyrjun árið 2021

Mynd eftir Nönnu Björg í 6. bekk
Mynd eftir Nönnu Björg í 6. bekk

Gleðilegt ár og von um bjart og gæfuríkt nýtt ár.
Skóli hefst kl. 9 í fyrramálið hjá öllum hópum.
Eftir það tökum við upp hefðbundna stundaskrá þ.e. íþróttir og matartímar á “venjulegum” tímum (ekkert covid plan fyrir utan grímuskyldu og 2m reglu fyrir fullorðna).

Skólabílinn verður kl. 8:30 á Múla og svo fer hann í Hvamm.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. desember 2020

Jólakveðja

Gleðilega hátíð
Gleðilega hátíð

Senn er á enda 18. desember og nemendur og starfsfólk grunnskólans á leiðinni í jólaleyfi. Litlu jól skólans voru í dag, pínu örðuvísi en samt svo notaleg. Við óskum öllum nemendum og fjölskyldum þeirra ánægju og gleði á jólahátíðinni sem nálgast óðum. Þökkum fyrir árið sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur að morgni þriðjudagsins 5. janúar árið 2021.

 

Hér má sjá "litla" og svolítið "hraða" jólakveðju

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 15. desember 2020

Jólafréttir úr G.Þ.

6.-10. bekkur á Rauðum degi 2020
6.-10. bekkur á Rauðum degi 2020
1 af 2

Það er búið að vera mikið húll um hæ í skólanum frá því fyrir helgi. Tarzan tókst mjög vel sl. fimmtudag í tvískiptum hóp þar sem hugað var að sóttvörnum og mikil vinna lögð í þrif og sprittun. Á föstudaginn var rauðurdagur með óhefðbundnu sniði og endaði á heitusúkkulaði og piparkökum upp í skógi. Elvar Logi rann á hljóðið hjá eldri hóp og kom út og las fyrir okkur jólasögu. Jólakortagerð og jólaskreytingar hafa einnig átt sinn sess í skólastarfinu ásamt því að syngja inn jólin og kveikja á kertum á aðventukransinum.

 

Síðasta miðvikudag fyrir jólaleyfi er fatasund hjá 4.-10. bekk, allir þurfa að muna eftir hreinum fötum til að fara ofan í laugina. Á fimmtudaginn 17. desember verður jólamatur. Við minnum þá nemendur sem ekki eru í mat að hafa með sér 550 kr. til að greiða fyrir matinn. Föstudaginn 18. desember verða svo Litlu jólin í skólanum og hefjast þau kl. 10 og enda um kl. 12 og jólaleyfi hefst. Nemendur mæta spariklædd, með spari nesti, lítinn pakka í pakkaleik (kostnaður hóflegur) og það má hafa með sér kerti til að hafa kveikt á í stofunni.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 9. desember 2020

Breytingar á takmörkunum skólastarfs

8.-10. bekkur losna undan grímuskyldu á morgun 10. des.
8.-10. bekkur losna undan grímuskyldu á morgun 10. des.

 

  • Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla.
  • 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá  nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum.
  • Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur.
  • Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega.
  • Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember.
« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón