Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 20. nóvember 2020

Skipulag til 2. desember

Elst stig stundaskrá
Elst stig stundaskrá

Í vikunni voru gerðar breytingar á sóttvarnaraðgerðum og voru aðalbreytingarnar þær að hægt var að byrja kenna íþróttir og sund ásamt því að nemendur á miðstigi losnuðu undan grímuskyldu. 8.-10. bekkur ásamt kennara sem kennir þeim þurfa að bera grímu. Það eru komnar nýjar stundatöflur fyrir alla námshópa sem verða sendar í gegnum mentor í tölvupósti. Stundatöflurnar taka gildi mánudaginn 23. nóvember og gilda til 2. desember.

Munum að persónulegar sóttvarnir eru það sem skiptir mestu máli þ.e. handþvottur og sótthreinsun.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 6. nóvember 2020

Vináttudagur í G.Þ.

Fyrirliða slagorð nemenda í 4.-5. bekk
Fyrirliða slagorð nemenda í 4.-5. bekk
1 af 5

Í dag 6. nóvember var nóg um að vera í öllum "hólfum" í skólanum. Við létum ekki takmarkanir vegna Covid stoppa okkur í að halda vináttudag. En með því að leggja áherslu á vináttu og góðvild í garð hvors annars aukum við samheldni sem er eitt af fjórum gildum skólans. Við viljum ekki að einelti þrífist í skólanum okkar og vonum við að umfjöllun í öllum hópum skili sér í hjörtu nemenda.

 

Yngsta stig skilgreindi vináttu og bjó til vináttuborða. Nemendur á yngra miðstigi horfðu m.a. á myndband sem Björgvin Páll markmaður í handbolta talaði um einelti og hegðun ásamt því að hvetja fólk til að vera jákvætt og taka ábyrgð á sinni hegðun. Nemendur í 6.-10. bekk horfðu á myndband þar sem söngkonan Salka Sól lýsir einelti og varanlegri vináttu ásamt umræðum og verkefnum tengdum vináttu. Vonandi verða einhverjar umræður heima um vináttu og þá manneskju sem maður vill vera. 1.-5. bekkur unnu vináttu handa verkefni með Guðrúnu og Kristínu H.

 

Dagur gegn einelti er baráttudagur gegn einelti og er haldin ár hvert 8. nóvember síðan árið 2011. Í tilefni að honum bendum við á eineltisáætlun skólans en það er mikilvægt að allir þekki það ferli sem fer í gang ef uppi er grunur um einelti. Þar er einnig að finna skilgreiningu á hvað einelti er. Á mánudaginn skrifa nemendur svo undir sáttmála gegn einelti sem er orðinn árviss viðburður í skólanum.

 

"Hjálpumst að við að stoppa einelti, vera aðeins glaðari, ekki bara í skólanum" eru orð Björgvins Páls.

Hér til hliðar má sjá brot af vináttu verkefnum nemenda.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 3. nóvember 2020

Samkomutakmarkanir og börn

Áríðandi skilaboð til foreldra og forráðamanna
Áríðandi skilaboð til foreldra og forráðamanna

Skólar og íþróttafélög skipuleggja sitt fyrirkomulag til að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um
takmarkanir á skólastarfi og samkomum, þ.m.t. fjöldatakmörkunum, rýmum og grímunotkun.
Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti
barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa
eftirfarandi í huga:
• Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan
skóla.
• Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeiningum sem snúa að minni snertingu við vini
er ekki útilokað að þau geti hist í leikjum. Leikirnir mega ekki fela í sér beina snertingu,
notkun á sameiginlegum leikföngum eða búnaði sem snertur er með berum höndum.
• Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga
sína og eftir að þau koma heim.
• Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgangast mikið vini eða frændsystkini úr
öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væru
aðskildir. Slíkt ætti að forðast eins og kostur er.
• Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini
sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með ákveðna
undirliggjandi sjúkdóma.
• Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í
leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að
samskiptum við ástvini okkar.


Varðandi heimili með börn þar sem sumir eru í sóttkví en aðrir ekki:

  • Ef börnin hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem eru forsenda þess að hluti heimilisfólks geti verið í sóttkví, þarf allt heimilið að fara í sóttkví eða þeir sem ekki eru í sóttkví að fara annað um leið og sóttkví kemur til. Mögulega gæti annað foreldrið verið í sóttkví með barni en hitt foreldrið haldið fjarlægð. Foreldri með barni í sóttkví þarf ekki að vera skráð í sóttkví og þarf ekki að fara í skimun til að stytta sóttkví í 7 daga úr 14 dögum. Það er nóg að barnið sé skráð í sóttkví og fari í sýnatöku. Þetta á t.d. við leikskólabörn í sóttkví.
  • Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eigin hreinlæti (t.d. sér salerni) og halda viðeigandi fjarlægð við foreldra (eða aðra) sem eru í sóttkví og eins við skólafélaga geta áfram sinnt námi í skóla. T.d. ef foreldri er í sóttkví gæti leikskólabarn þurft að vera líka í sóttkví en eldra systkini ekki.
  • Foreldrar stálpaðra barna í sóttkví eftir útsetningu í skóla eða tómstundum sem geta haldið viðeigandi fjarlægð frá börnunum meðan á sóttkví stendur geta sinnt áfram vinnu á vinnustað ef fjarvinna er ekki möguleg.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. nóvember 2020

Skipulag næstu vikurnar

Hvað er meira smitandi en Covid?
Hvað er meira smitandi en Covid?

Við höfum breytt skipulaginu fyrir alla hópa eftir að reglugerð um hertar aðgerir kom út í gærkveldi. Stundaskráin heldur sér að mestu leyti fyrir yngstu nemendurnar. Stundakrár sem gilda frá 3.-17. nóvember hafa verið sendar í tölvupósti í mentor. 

Grímuskylda er fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Vegna fjölda í heimastofu 5. bekkinga geta þeir sleppt grímu í heimastofu þar sem allir geta verið með meira en 2 m á milli sín.

 

6.-10. bekkur þurfa að bera grímu í öllum kennslustundum og mæta þeir ekki í skólann fyrr en kl. 8:50 á morgnanna. Flestir dagar eru styttri en venjulega þar sem ekki er hægt að kenna íþróttir og sund. Allir hópar eru með 3-4x í viku útivist og/eða tómstund í stundatöflu, þá daga verða nemendur að koma klæddir eftir veðri.

Áhugasvið verður öðruvísi þar sem ekki er hægt að blanda nemendum- í staðinn vinna nemendur "heimastofu áhugasviðsverkefni" þ.e. áhugasviðsverkefni sem hægt er að vinna í heimastofu.

 

Minnum einnig á að H.S.V. íþróttir falla niður og það verður ekki félagsmiðstöð þessar vikur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 30. október 2020

Takmarkanir á skólastarfi í byrjun nóvember 2020

Ef hver og einn sinnir sóttvörnum gerir sá hinn sami sitt besta
Ef hver og einn sinnir sóttvörnum gerir sá hinn sami sitt besta

Vegna hertra takmarkana þarf að endurskipuleggja kennslustundir allra námshópa. Beðið er eftir minnisblaði frá menntamálaráðherra sem verður leiðbeinandi í þeirri vinnu. 

Helstu takmarkanir nú þegar sem eiga við skólann:

  • að hámarki eru 25 nemendur saman á hverjum tíma í hverju rými ef hægt er að tryggja 2 m regluna
  • Íþróttir óheimilar.
  • Sundlaugum lokað.
  • Sviðslistir óheimilar.
  • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
  • Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Einhverjir nemendur eru búnir að sauma sér fjölnota grímur sem við hvetjum þá til að nota annars verða grímur verða í skólanum fyrir alla. Mikilvægt er að nota andlitsgrímur rétt. Myndband um grímunotkun má sjá hér endilega farið yfir með börnunum hvernig á að nota grímu.

 

Njótið annars löngu helgarinnar.

Gerum okkar besta og hugum vel að sóttvörnum

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 22. október 2020

Nemendur í G.Þ. fyrstir í gegnum göngin

Mynd frá skóflustungu 2. júní 2010
Mynd frá skóflustungu 2. júní 2010
1 af 4

Það var á góðviðris degi 2. júní 2010 sem nemendur Grunnskólans á Þingeyri héldu upp á vordaginn með skóflur í hönd og áttu frumkvæði af því að taka fystu skóflustunguna að Dýrafjarðargöngum. Eins og segir í bréfi frá samgönguráðherra Sigurði Inga var það framtak aðdáunarvert og til fyrirmyndar.

 

Nemendur hafa síðan fylgst með framkvæmdum og voru m.a. viðstödd hátíðarsprengingu í Arnarfriði fyrir tilstuðlan góðra manna í samfélaginu. Nemendur í 6.-7. bekk skrifuðu ráðherra bréf í janúar sl. og óskuðu eftir því að fá að keyra fyrst í gegnum göngin. Samgönguráðherra í samvinnu við Vegagerðina hafa boðið nemendum að upplifa að fara fyrst í gegnum göngin þegar þau verða opnuð á sunnudaginn 25. október kl. 14. Með í för verður Gunnar Gísli sem hefur séð um mokstur á Hrafnseyrarheiðinni síðan 1974.

 

Það verður rúta fyrir nemendur fyrir utan skólann kl. 13 á sunnudaginn. Við hvetjum nemendur til að mæta og þiggja boðið og skella sér með okkur í sunnudagsbíltúr.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 14. október 2020

Útivistarreglur

Minnum á útivistarreglurnar
Minnum á útivistarreglurnar
Útivist­ar­tími barna og ung­linga styttist í september ár hvert. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 20.00. 13 ára til 16 ára ung­ling­ar mega vera úti til kl. 22.00.

Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Reglan á ekki við þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
 

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu.

 

Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 7. október 2020

Forvarnardagurinn 7. okt. 2020

Samvera fjölskyldunnar er lykilþáttur í forvörnum
Samvera fjölskyldunnar er lykilþáttur í forvörnum
1 af 2

Forvarnardagurinn var haldinn í 15. sinn í grunnskólum á Íslandi í dag. Markhópurinn er 9. bekkur - en í samkennslu græða allir, svo allt unglingastigið fékk  forvarnarfræðslu í dag. Þar kom fram að mikilvægi samveru með foreldrum/fjölskyldu ásamt íþrótta- og tómstundaiðkun eru verndandi þættir þegar kemur að neyslu unglinga á áfengi, tóbaki og vímuefnum. Hvert ár skiptir máli og heilinn er ekki nægilega þroskaður til að "taka á móti og vinna úr" þeim efnum sem finna má í áfengi og vímuefnum fyrr en við erum orðin 20 ára! Svo þess vegna segjum við: Hvert ár skiptir máli. Við horfðum saman á myndband þar sem forseti Íslands, sem jafnframt er verndari forvarnardagsins, gaf okkur góð ráð og var mjög hvetjandi. Sjá https://www.forvarnardagur.is/

Einnig ræddum við aðeins neyslu orku- og koffíndrykkja, en ný íslensk rannsókn sýnir að neysla nemenda í 8. og 10. bekkjum á Íslandi sé með því mesta sem gerist í heiminum. Neysla þessara drykkja hefur áhrif á svefn ungmennanna, sem aftur hefur áhrif á námsgetu og úthald. 
Sjá: https://www.mast.is/is/um-mast/utgefid-efni/skyrslur/neysla-ungmenna-a-orkudrykkjum-gefur-tilefni-til-adgerda

 

Heilbrigði, hollusta, nægur svefn, samvera með fjölskyldu, íþrótta- og tómstundaiðkun, allt eru þetta þættir sem stuðla að betri líðan barna og ungmenna. Og viljum við ekki alltaf gera allt sem best fyrir börnin okkar? Tökum spjallið og gerum eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 6. október 2020

Ólympíuhlaupið

Miðvikudaginn 7. október ætlum við að hlaupa Ólympíuhlaupið. Hlaupið verður ræst kl. 11:00 frá kirkjunni. Allir fá ávexti eftir hlaup og fara svo sturtu. Skóli samkvæmt stundatöflu eftir hádegi.  Allir þurfa að koma með eða vera í íþróttafötum sem henta vel í útihlaup og hafa meðferðis handklæði, allir í sturtu eftir hlaup.

 

Vegalengdirnar eru 2,5 km fyrir yngstu nemendurnar

5 km og 10 km fyrir mið,-og elstastig (val)

Óskir um vegalengdir er einnig hægt að ræða og semja um við Sigþór (einstaklingsmiðun).

 

Nemendur sem ætla 10 km mega hlusta á tónlist á meðan þeir hlaupa kjósi þeir það og þurfa að hlaupa í vestum.

Allir eru velkomnir til að taka þátt í þessum viðburði með okkur, börnin á Laufás taka þátt.

 

Eitt helsta markmið ólympíuhlaupsins er að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.Nánar má lesa um skólahlaupið á vef Í.S.Í. http://www.isi.is/fraedsla/olympiuhlaup-isi/

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 5. október 2020

Upplýsingar varðandi Covid

https://www.heilsuvera.is/media/1567/hallo-eg-heiti-korona-ny-utgafa.pdf
https://www.heilsuvera.is/media/1567/hallo-eg-heiti-korona-ny-utgafa.pdf
Nú er alls staðar verið að herða sóttvarnir, eftirfarandi þætti verðum við í skólunum að hafa í huga:
  • Minnum stöðugt á 1 metra regluna á milli fullorðinna.
  • Við berum ábyrgð á okkar persónulegu sóttvörnum og aukum þrif.
  • Allir fullorðnir sem í skólana koma spritti hendur við komu og noti grímu verði ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
  • Foreldrar leikskólabarna komi eingöngu í fataklefa (minnum á spritt á veggnum þegar þið komið inn).
  • Skólaþjónustan mun halda áfram þannig að hver starfsmaður fari eingöngu í einn skóla á dag.
  • Ekki er grímuskylda í vinnu með börnum, kennarar geta valið að bera grímu í kennslu með elstu nemendunum
  • Fundir verði fjarfundir þar sem því verður við komið og grímuskylda er á fundum ef rými eru lítil og ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
  • Mælst er til þess að starfsfólk fari ekki á landsvæði þar sem nýgengi smita er hátt nema brýna nauðsyn beri til.

Með sóttvarnar kveðjum

Starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás og Grunnskólans á Þingeyri

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón