Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 31. maí 2012

Vorgleði

Nemendur lentir á Hrafnseyri
Nemendur lentir á Hrafnseyri
1 af 3

Miðvikudaginn 30. maí var sameiginleg vorgleði Grunnskólans og Leikskólans Laufás. Farið var með rútum til Hrafnseyrar þar sem Valdimar staðarhaldari tók á móti okkur og sagði okkur frá staðnum, höfðingum á Vestfjörðum og svo Jóni forseta. Einnig var hann búinn að útbúa spruningar sem nemendur spreyttu sig á og leituðu svara við á safninu. Veðurblíðan var eins og best var á kosið og nemendur og starfsfólk skólans áttu notalega stund saman úti í sólinni. Burstabærinn var vinsæll hjá nemendum sem og stóra brekkan fyrir ofan hann. Dagurinn endaði niður á víkingasvæði þar sem foreldrafélög beggja skólanna tóku á móti okkur með grilluðum, gómsætum hamborgurum. Á víkingasvæðinu var svo brugðið á leik með fallhlíf og andlitsmálun.

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón