Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 17. desember 2012

Heimsókn frá rithöfundi og jólabingó

Lesið fyrir nemendur á yngstastigi
Lesið fyrir nemendur á yngstastigi
1 af 8

Það er nóg að gera hjá nemendum í G.Þ. Rithöfundurinn Dagbjört Ásgeirsdóttir kom í heimsókn í Grunnskólann á Þingeyri. Dagbjört er leikskólakennari og rithöfundur en hún kom til að hitta krakkana á yngsta stigi og kynna fyrir þeim bók sína Gummi fer á veiðar með afa. Sú bók er fyrsta bókin af fimm í bókaröðinni um þá félaga Gumma og Rebba. Allir höfðu gaman af og vonandi hefur heimsóknin glætt áhuga einhverra á að skrifa og semja sögur.

 

Á föstudaginn komu svo nemendur og kennarar saman á sal skólans í síðasta tímanum og spiluðu "Jólabingó" sem vakti mikla kátínu, sérstaklega þeirra sem unnu til skemmtilegra jólavinninga.

 

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón